Verklýsingar eftir aðstæðum

Eftirfarandi verklýsingar eru unnar eftir upplýsingum frá framleiðendum efnisins.  Tekið skal fram að engin munur er á meðferð venjulegs og ryðfrís stáls fyrir utan kröfur um ryðvörn.

Hvað og Hvar Hvernig
Húðun á nýsmíðuðu járni til notkunar innanhúss Járnið skal vera án málningarrestar, shop primer eða brennsluhúðar.Járnið skal fituhreinsað, iron-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað. Lakkað skal með polyester eða epoxy duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á nýsmíðuðu svörtu járni til notkunar utanhúss Járnið skal vera án málningarrestar, shop primer eða brennsluhúðar.Járnið skal fituhreinsað, zink-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað. Grunna skal með Epoxy primer og bakað síðan…Lakkað skal með polyester duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á nýsmíðuðu galvaniseruðu járni til notkunar úti Best er að sandblása galvanhúðina létt, síðan skal fituhreinsað, chromaterað eða tricationic-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað grunnað með sérstöku duftlakki fyrir galvanhúð. Lakkað skal með polyester duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á járni sem er með gamalli málningu af óþekktri gerð til notkunar inni Ef málningarrestar, shop primer eða brennsluhúð er á járninu þá skal það sandblásið S2 ½ þannig að eftir sitji fín sandblástursáferð á járninu. Ath. Minnstu leyfar af málningu skapa bólur í duftlakkinu. Járnið skal fituhreinsað, zink-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað. Lakkað skal með polyester/epoxy duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á járni með gömlu duftlakki til notkunar inni Djúpar rispur skal pússa niður í málminn þannig að ekki finnist ef strokið er yfir með fingurgómum. Járnið skal fituhreinsað, zink eða iron-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað. Lakkað skal með polyester/epoxy duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á smíðajárni með eldhúð til notkunar inni Laus eldhúð skal hreinsast burt með vírbursta eða sambærilegu, best er að sandblása eða sýrubaða úr léttri saltsýrulausn. Járnið skal fituhreinsað, zink-fosfaterað og þurrkað áður en það er húðað. Lakkað skal með polyester/epoxy duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að járnið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á nýju áli til notkunar inni Álið skal fituhreinsað, slípað eða krómaterað og þurrkað áður en það er húðað. Lakkað skal með polyester eða epoxy duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að álið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Húðun á nýju áli til notkunar úti Álið skal fituhreinsað, slípað eða krómaterað og þurrkað áður en það er húðað. Fyrir mjög tærandi umhverfi má grunna með ál grunni fyrst. Lakkað skal með polyester duftlakki sem á að bakast í 15-20 mínútur. Tryggja skal jafna bökun við 180 – 200°C þannig að álið sjálft nái kjörhita áður en það er bakað.
Undirvinna: viðauki Ef málningarrestar, shop primer eða brennsluhúð er á járninu þá skal það sandblásið þannig að eftir sitji fín sandblástursáferð á járninu. Athugið að minnstu leyfar málningar skapa bólur í duftlakkinu.
Gljúft stályfirborð: viðauki Við grófa galvanhúð, gljúft stályfirborð eða mjög grófan sandblástur skal fyrst grunna með þar til gerðum grunni (Zinc free out-gassing) áður en húðað er til að loka yfirborðinu og leyfa útblástur innilokaðs lofts á bökunartímanum (ath. passar ekki með metal og special effekt litum, í þeim tilfellum verður að notast við annan grunn).