Þakjárn, rennur og niðurföll

– húða fyrst, leggja svo

Það margborgar sig að húða þakjárnið áður en það er sett upp. Þá sleppur þú við að príla upp á þakið og leggja þig í lífshættu við að pensla yfir nokkurra ára gamlan skít sem liggur á þakinu og þekja allt í pensilförum. Það þekkja líka flestir hversu erfitt er að koma sér af stað til slíkra verka núna þegar þakið loksins er hætt að leka, þetta sjáum við útum allan bæ, ómáluð þök sem bíða eftir því að skítna út svo hægt sé að pensla þau.

– okkar lausn!

Áður en járnið er dufthúðað er það sett í þvottavél sem þvær alla fitu af og fosfaterar síðan yfirborðið sem tryggir mjög góða viðloðun, strax á eftir er það dufthúðað og bakað og tilbúið með fallegri og endingargóðri lakkhúð sem endist í áratugi.

Þetta teljum við vera ólíkt betri lausn, hvað finnst þér?

  • Þakjárn
  • Rennur
  • Niðurföll