Hagnýtar upplýsingar

– hvernig skal bera sig að

Þegar komið er með verk til húðunar þarf að fylgja:

  • RAL litanúmer
  • Nafn verkkaupa (þess er pantar og greiðir fyrir verkið)
  • Framtíðarstaðsetning (úti eða inni – sjá mynd 1)
  • Hvaða flöt á að húða (gott er að setja kross eða númer á bakhlið – sjá mynd 2)

Það getur verið gott að skrá nánari upplýsingar um verkið til að hægt sé að vísa í það í verkbókhaldi Pólýhúðunar. Nánari upplýsingar geta t.a.m. verið staður sem hluturinn er gerður fyrir, endanlegur verkkaupi o.s.frv. Þannig verður mun auðveldara að fletta þessum upplýsingum upp síðar ef þörf krefur.

Athugið að ef heildarflatarmál lökkunarflatar fer yfir 100m² þá  er skynsamlegt að láta okkur vita með viku fyrirvara til að hægt sé að panta liti ef þeir eru ekki til á lager.