Um Pólýhúðun

Pólýhúðun er nútíma lökkunarfyrirtæki búið nýjustu tækni til duftlökkunar á málmhlutum. Starfsemin hefur verið í  Kópavogi síðan 1998 og hafa umsvifin aukist á ári hverju. Í hverjum mánuði eru húðaðir þúsundir fermetra af hinum ýmsu verkefnum allt frá nöglum og skrúfum jafnvel grjóti upp í heilu hringstigana. Fjölbreytni er eitt af kjörorðum okkar enda er ekkert verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því.

Pólýhúðun leggur lið við samkeppnina við útlönd

Fæst framleiðslufyrirtæki hafa nægilega mikla framleiðslugetu til að halda úti sér lökkunardeild með öllum þeim tækjum, sérþekkingu og litalager sem til þarf. Pólýhúðun hefur gert íslenskum fyrirtækjum kleift að sameinast um eitt lökkunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í faglegri meðferð á þeirra framleiðsluvörum og má þannig segja að Pólýhúðun staðsetji sig sem deild í fjölmörgum fyrirtækjum. Með þannig hugsun tekst okkur íslendingum að samnýta framleiðslutækin og ná fram nauðsynlegri nýtingu  og gæðum til að lækka framleiðslukostnað.

Hefur ÞITT fyrirtæki hugleitt þetta?

Framkvæmdastjóri

Helga Margrét Jóhannsdóttir
Sími: 544 5700
Farsími: 665 1702
Netfang: helga@polyhudun.is

Starfsmenn í vinnslusal:

Aron M Bergþórsson
Eva Lind Sveinsdóttir
Kamil Wlostowski
Krzysztof Knapik
Krzysztof Kubis
Marek Slazewicz
Piotr Piatkowski
Ragnar Aron Arnarsson

Við erum staðsett að Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogi