Hvað er dufthúðun?

– powder coating

Dufthúðun er íslenska heitið yfir Powder Coating og er í raun lökkun. Duftið er búið til með því að blanda saman fylliefnum og litarefnum við polyester eða epoxy fjölliður (plast) og bræða það í þunna stökka filmu sem síðan er mulin niður í duft með kornastærð minni en 60µm. Duftinu er síðan úðað beint á málminn sem á að húða með duftbyssu sem hleður duftið upp með 80.000 volta spennu. Málmurinn er jarðtengdur og þessi mikli spennumunur dregur duftið að málminum, jafnvel á bakhliðina líka.

– óviðjafnanlegur styrkur

Húðað málmstykkið er sett inn í bakarofn sem bræðir og bakar duftið við 180° – 200°C í 10 mínútur (mælt eftir að málmurinn hefur náð þeim hita). Við baksturinn myndast krosslinkur á fjölliðurnar eins og í harðplasti sem gerir dufthúðun að mun sterkara lakki en blautlökkun.