Hvað er hægt að húða?
– alla málma
Pólýhúðun getur húðað alla málma með polyester dufti eða blöndu af epoxy og polyester. Mjög lítið er af epoxy efni þar sem það er ekki vistvænt. Duftið fæst í öllum RAL litunum sem eru rúmlega 200 talsins en að auki eigum við til yfir 50 sérliti. Þessir litir fást síðan í 30%, 70%, 90%, og 100% glans auk áferða eins og sendið, perluáferð eða glimmer. Duftið kemur fulllagað frá verksmiðjum erlendis og er ekki hægt að blanda á staðnum eins og með hefðbundin blautlökk.