Litirnir skapa umhverfi okkar

RAL kerfið er einstakt litakerfi með um 205 staðallitum en til er mjög fullkomið on mun stærra kerfi með þúsundum lita. Pólýhúðun á að jafnaði um 85% af staðallitum á lager og um 100 aðra sérliti með fjölmörgum áferðum.

lita1

Þurfum við litakerfi?

Mannsaugað getur greint milljónir lita en þrátt fyrir þessa miklu næmni okkar fyrir litum og birtustigum þeirra getum við átt í miklum erfiðleikum með að greina á milli líkra lita. Hérna koma litakerfi til bjargar. RAL litakerfið var fyrst búið til árið 1927 til að koma á móts við kröfur neytenda sem og framleiðenda um samræmingu á litum.

lita2