Verslunareiningar

verslunareiningar– hillur og innréttingar

Eitt af því sem fólk leiðir sjaldnast hugann að er hvaðan hillurnar í búðunum koma en það skal upplýst að í mjög miklum mæli eru innréttingarnar smíðaðar á Íslandi. Í meðal verslun  eru u.þ.b. 1.000 m² af hillum og stöndum úr járni sem þarf að húða og eins og Íslendinga er siður þarf það að gerast á nokkrum dögum.